7/30/13

The Fixed & The Volatile





The Fixed & The Volatile (Fast form & hreyfanleiki)
Verksmiðjan á Hjalteyri

Opnun: Laugardagur 03.08.2013 kl. 15:00
Sýningin er opin frá 03- 24.8 – alla daga frá 14:00-17:00


Richard Ashrowan, Skotland, videolistamaður ( Moving Image Artist ) www.ashrowan.com
Pat Law, Skotlandi, málari og videolistamaður (Painter and lens-based artist ) http://studiolog.heriot-toun.co.uk
Nick Kuepfen, Kanada, hljóðlistamaður http://cstrecords.com/nickkuepfer/


Á opnun flytur skoska söngkonan Kirsti Law www.kirstylaw.com
raddgjörning/ soundscape ásamt Örnu Valsdóttur meðlim í Verksmiðjunni við hreyfimynd Pat Law.
Catoptrica a multi-projector performance -Richard Ashrowan kl. 17:00


Kirsty Law mun einnig flytja skosk þjóðlög og eigin lög kl. 20:00 við borðhald sveitunga sem halda Sæludag í Sveitinni þennan dag og er opnun sýningarinnar hluti af þeirri hátíð.
Í kjölfar sýningarinnar kl. 22:00 fer fram
Factory Experimental Music MiniFest með hljómsveitunum:

R E P T I L I C U S
R E - P E T E A N D T H E W O L F M A C H I N E
R A F S T E I N N
D I C K V E G A S & T H E D I R T Y P A P A S
F R E N C H G I R A F F E


Sýning Richard Ashrowan og Pat Law byggir á nýlegum verkum þar sem þau samþætta videoinnsetningar, hjóðmyndir og salt teikningar. Kjarni sýningarinnar er ákveðin rannsókn á mörkum hreyfimyndar og kyrrmyndar eða kyrrðar. Kanadíski gítarleikarinn og hljóðlistamaðurinn Nick Kuepfer hefur unnið hljóðverk fyrir sýninguna.
Um listamennina
Richard Ashrowan sýnir verk sem byggja á röð hreyfimynda. Þar á meðal frumsýnir hann kvikmyndina “Speculum” og er þetta heims frumsýning. Myndin byggir á rannsókn á sambandi alkemíu, hreyfingar, ljóss og efnis. Á opnunardag mun Richard flytja verkið “Catoptrica” sem byggir á lifandi myndvörpun. Grunnur verksins/gjörningsins eru myndskeið sem tekin voru á Íslandi og á Svalbarða, og þar sem hugmyndin um fast form og hreyfanleika er rannsökuð í anda hinna fornu Alcemiu fræða um efni og umbreytingu. Gjörningurinn byggir á meðferð ljóss með notkun spegla, glers og kvikmyndavörpunar. Einnig verður frumsýnd 16mm kvikmynd í svart/hvítu frá nýlegum leiðangri lista-og vísindamanna til Svalbarða 2012 með hljóðmynd eftir hljóðlistamanninn Nick Kuepfer (Canada)

Richard Ashrowan heimsótti Verksmiðjuna á Hjalteyri í maí árið 2011 en hann dvaldi að Hólum í Öxnadal um tíma. Hann varð fyrir miklum áhrifum af rými Verksmiðjiunnar, kringumstæðum, sögu og andrúmslofti. Hann ferðaðist einnig víða um landið og myndaði, og kynnti sér í leiðinni mennigu og listir þjóðarinnar. Ferð hans til Íslands leiddi af sér hluta af þeim videoverkum sem hann sýnir nú í Verksmiðjunni.

Richard Ashrowan hefur meðal annars verið með einkasýningar á Englandi, í Skotlandi, Póllandi, Rúmeníu og USA, fyrir utan fjölmargar sýningar í galleríum listamanna, á Kvikmyndahátíðum og samsýningum. Hann kennir um þessar mundir við Edinburgh College of Art og er framkvæmdastjóri Alchemy Film and Moving Image Festival í Skotlandi.

Pat Law mun sýna ný verk frá Svalbarða leiðangrinum 2012 ”Arctic Circle expedition”. Hún vinnur innsetningarverk í Verksmiðjuna sem byggir á hreyfimyndum og salt teikningum. Í verkinu rannsakar hún bæði staðbundna og yfirnáttúrlega frumþætti vannýttra og yfirgefinna bygginga á Svalbarða. steininn sem þær eru byggðar úr og andann sem tengir þær saman. Samhliða sjónrænu verkunum, mun á opnuninni verða fluttur raddgjörningur þar sem hin skoska Kirsty Law söngkona og Arna Valsdóttir meðlimur í Verksmiðjunni flétta saman raddir sínar við heyfimynd Pat Law.
Pat Law er myndlistarmaður sem vinnur með málun og hreyfimyndaform. Verk hennar byggja á rannsóknum á landslagi og hreyfanleika. Hún ferðast víða vegna verka sinna og byggir þau á þessum ferðum oft í samvinnu við listamenn frá hverju stað.